Ég styð við metnaðarfull verslunar- og þjónustufyrirtæki sem vilja ná langtíma árangri og skara framúr.
Verslun og þjónusta eru mitt sérsvið.
Ásamt brennandi áhuga á verslun og þjónustu er ég með doktorsgráðu í omni-channel retailing, starfa sem lektor og fagstjóri BS náms í verslunar- og þjónustufræðum við Háskólann á Bifröst og sit í stjórn FESTI og er stjórnarformaður hjá Útilíf. Með áratuga reynslu af stefnumótun vinn ég með fyrirtækjum sem vilja efla samkeppnishæfni, knýja vöxt og hámarka tryggð viðskiptavina.
Stefnumótun
Stefnumótun er ferli þar sem fyrirtæki mótar skýra framtíðarsýn, setur sér markmið og ákveður leiðina til að ná þeim. Ég styð fyrirtæki við að móta metnaðarfulla stefnu í gegnum ferli sem sameinar greiningu, rannsóknir og þátttöku starfsfólks. Afurðin er skýr stefna sem virkar sem leiðarljós í ákvarðanatöku, forgangsröðun og árangursmati fyrirtækisins.
Ráðgjöf
Ég veiti stjórnendum og teymum ráðgjöf sem byggir á reynslu, þekkingu og nýjustu rannsóknum. Markmiðið er að tengja stefnu við framkvæmd, styðja við forgangsröðun og veita bæði stuðning og uppbyggilega endurgjöf.
Rannsóknir
Markvissar rannsóknir eru lykill að því að skilja núverandi stöðu fyrirtækja og greina tækifæri. Ég vinn með fyrirtækjum að rannsóknum sem varpa ljósi á samkeppnisstöðu, upplifun viðskiptavina og möguleika til vaxtar – með skýra tengingu við stefnu og framkvæmd. Markmiðið er að styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku sem byggir á gögnum fremur en tilfinningu
Fræðsla
Ásamt kennslu í verslunar-, þjónustu- og markaðsfræðum við Háskólann á Bifröst held ég reglulega fyrirlestra á ráðstefnum og innan fyrirtækja. Ég miðla reynslu, þekkingu og nýjustu rannsóknum, og eru fyrirlestrarnir sniðnir að tilefni og hópi – með það að markmiði að veita innblástur, skýra flókin viðfangsefni og hvetja til gagnrýninnar umræðu.
Þjálfun
Í gegnum stjórnendamarkþjálfun (executive coaching) og handleiðslu (mentoring) styð ég við stjórnendur sem vilja skýra stefnu, skerpa fókus og efla leiðtogahæfni sína. Ég legg áherslu á metnaðarfulla markmiðasetningu og aðgerðaáætlun til að takast á við áskoranir og grípa tækifæri af öryggi og festu.
Stjórnarseta
Ég sit í stjórn Festi og er stjórnarformaður hjá Útilíf. Með fjölbreytta reynslu af stefnumótun, markaðsmálum og gagnadrifinni ákvarðanatöku styð ég fyrirtæki í vexti og framþróun. Þekking mín nýtist vel í stjórnarstörfum þar sem lögð er áhersla á skýra framtíðarsýn og langtímaárangur.